Jurtalyf / náttúrulyf

 • Hjálp
  Smellið á viðeigandi bókstaf hér að ofan til þess að velja lyf

  Jurtalyf / náttúrulyf

  Jurtalyf (náttúrulyf) innihalda eitt eða fleiri virk efni sem unnin eru á einfaldan hátt (t.d. með þurrkun, mölun, úrhlutun, eimingu, pressun) úr plöntum, dýrum, örverum, steinefnum eða söltum. Hrein efni einangruð úr náttúrunni teljast ekki jurtalyf.

  Jurtalyf (náttúrulyf) eru eingöngu ætluð til inntöku eða staðbundinnar notkunar á húð eða slímhúð. Ekki má blanda í jurtalyf lyfseðilsskyldum efnum. Jurtalyf geta verið ætluð mönnum eða dýrum. Sjá reglugerð nr. 684/1997

  Smáskammtalyf (hómópatalyf) teljast ekki til jurtalyfja (náttúrulyfja).

  Upplýsingar um markaðsleyfishafa og umboðsmann fást með því að smella á info lyfjaheitið.

  pdf SmPC eru samantektir á eiginleikum lyfjanna, s.s. skammtastærðir, aukaverkanir og verkunarmáti, sem hafa verið samþykktar af Lyfjastofnun og eru ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki.

  pdf Fylgiseðlar eru sambærilegar upplýsingar um jurta-/náttúrulyfið fyrir almenning. Þeir fylgja hverri pakkningu.