Clarityn

Tafla | 10 mg

Virk innihaldsefni:

Íkomuleið:

Til inntöku

Flokkur:

Lyf fyrir menn

ATC-flokkur:

R06AX13 - Loratadinum

Markaðsleyfishafi:

Bayer AB

Umboðsmaður:

Icepharma hf.

Heildsala:

Parlogis ehf.

Heimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu sbr. pakkningu merkta (L). Mest 100 stk. og/eða 100 ml handa einstaklingi.

Upplýsingar um Clarityn og við hverju það er notað

Clarityn töflur innihalda virka efnið lóratadín sem er í flokki lyfja sem kölluð eru andhistamín.

Clarityn dregur úr ofnæmiseinkennum með því að stöðva verkun histamína sem myndast í líkamanum við ofnæmi.

Hvenær á að nota Clarityn

Clarityn dregur úr einkennum ofnæmisnefkvefs (t.d. frjókornaofnæmi) eins og hnerra, nefrennsli eða kláða í nefi og sviða og kláða í augum.

Clarityn er einnig notað til að draga úr einkennum ofsakláða (kláða, roða og útbrotum).

Áhrif Clarityn vara í heilan dag þannig að unnt er að sinna daglegum störfum og þetta stuðlar einnig að eðlilegum nætursvefni.

Leitið til læknisins ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Clarityn er notað:

  • ef þú ert með lifrarsjúkdóm
  • ef þú ferð í húðpróf (ofnæmispróf). Þú skalt ekki taka Clarityn í minnst 2 daga fyrir prófið því það getur haft áhrif á niðurstöðurnar

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum ef eitthvað af ofangreindu á við (eða ef þú ert ekki viss).

Ekki má nota Clarityn

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir lóratadíni eða einhverju öðru innihaldsefni Clarityn.

Börn

Clarityn töflur á ekki að gefa börnum yngri en 6 ára né börnum sem vega 30 kg eða minna.
Önnur lyfjaform eru hentugri handa börnum yngri en 6 ára eða sem vega 30 kg eða minna.

Börn yngri en 2 ára: Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Clarityn. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Notkun annarra lyfja samhliða Clarityn

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils. Aukaverkanir geta aukist þegar Clarityn er tekið með lyfjum sem breyta virkni ensíma í lifrinni, eða ef lifrarstarfsemi er skert. Engin aukning sást í klínískum rannsóknum á aukaverkunum lóratadíns ásamt lyfjum sem breyta virkni þessara ensíma. Hins vegar er mikilvægt að þú ræðir við lyfjafræðinginn um öll önnur lyf sem þú notar meðan á töku Clarityn stendur.

Notkun Clarityn með áfengi

Ekki hefur verið sýnt fram á að Clarityn auki áhrif áfengis

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu og brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Sem varúðarráðstöfun er mælt með að forðast notkun Clarityn á meðgöngu.
Clarityn má ekki taka meðan á brjóstagjöf stendur. Lóratadín berst í brjóstamjólk.

Akstur og notkun véla

Í klínískum rannsóknum á hæfni til aksturs kom ekki fram nein skerðing hjá sjúklingum sem fengu lóratadín. Ekki er gert ráð fyrir að Clarityn valdi syfju og dragi úr árvekni í ráðlögðum skömmtum. Þó getur syfja í örfáum tilvikum komið fram og haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Clarityn inniheldur laktósa

Lyfið inniheldur laktósa. Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

Hvernig nota á Clarityn

Notið lyfið alltaf eins og lýst er í fylgiseðlinum eða eins og læknirinn, lyfjafræðingur eðahjúkrunarfræðingurinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum.

Deiliskoran er til þess að hjálpa þér að brjóta töfluna ef þú átt í erfiðleikum með að kyngja henni í heilu lagi.

Ráðlagður skammtur

  • Fullorðnir og börn 6 ára og eldri sem eru þyngri en 30 kg: Ein tafla einu sinni á dag með glasi af vatni. Með mat eða án.
  • Ef barnið vegur 30 kg eða minna: Ekki á að nota Clarityn töflur. Önnur lyfjaform eru fáanleg sem eru hentugri fyrir börn yngri en 6 ára eða sem vega 30 kg eða minna.
  • Börn yngri en 2 ára: Notkun Clarityn taflna er ekki ráðlögð hjá börnum yngri en 2 ára.
  • Fullorðnir og börn þyngri en 30 kg með alvarlega lifrarsjúkdóma: Ein tafla annan hvern dag með glasi af vatni, með mat eða án. Leitið samt ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en lyfið er notað.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafið strax samband við lækni eða lyfjafræðing ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er tekinn.
Ekki er gert ráð fyrir alvarlegum afleiðingum þó getur höfuðverkur, hraður hjartsláttur eða syfja komið fram ef of stór skammtur er tekinn.

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að taka Clarityn

Ef gleymist að taka skammtinn skal taka hann eins fljótt og auðið er og taka svo næsta skammt eins og venjulega.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

Fyrirvari

Hugsanlegar aukaverkanir má finna í fylgiseðli lyfsins.

Fylgiseðillinn kann að hafa verið uppfærður eftir að upplýsingarnar að ofan voru teknar saman. Í þeim tilfellum sem upplýsingarnar stangast á skal fara eftir því sem fram kemur í fylgiseðli.

Pakkningar og verð