Oftagel
Virk innihaldsefni:
Íkomuleið:
Til notkunar í auga
Flokkur:
Lyf fyrir menn
ATC-flokkur:
Markaðsleyfishafi:
Umboðsmaður:
Icepharma hf.
Heildsala:
Parlogis ehf.
Upplýsingar um Oftagel og við hverju það er notað
Oftagel eru gervitár og innihalda smurefni sem kallast Karbómer 974P.
Oftagel er augnhlaup ætlað til meðferðar á einkennum augnþurrks (s.s. eymslum, sviða, ertingu eða þurrk) vegna ónógrar táramyndunar augans.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Varnaðarorð og varúðarreglur
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Oftagel er notað.
Ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki eftir meðferð með Oftagel, hafið samband við lækni.
Oftagel er hvorki ætlað til innspýtingar né inntöku.
Ekki má nota Oftagel
- ef um er að ræða ofnæmi fyrir karbómer eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
Börn og unglingar að 18 ára aldri
Öryggi og verkun Oftagel hjá börnum og unglingum í ráðlögðum skömmtum fyrir fullorðna hefur verið staðfest með klínískri reynslu en engar klínískar rannsóknir liggja fyrir.
Notkun annarra lyfja samhliða Oftagel
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.
Ef öðru lyfi er dreypt í augað, eiga að líða a.m.k. 15 mínútur milli ídreypinga og Oftagel á alltaf að nota síðast.
Meðganga og brjóstagjöf
Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað. Hann/hún mun ákveða hvort Oftagel meðferð hentar þér.
Akstur og notkun véla
Oftagel getur valdið tímabundinni þokusýn, þá skal bíða þar til sjón er aftur orðin eðlileg áður en ekið er eða vélum stjórnað. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjastóskertrar árvekni. Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.
Lýsing á verkun og aukaverkunum má finna í fylgiseðli. Lesið því allan fylgiseðilinn.
Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.
Hvernig nota á Oftagel
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.
Ráðlagður skammtur
- 1 dropi af Oftagel í hvort auga sem þarfnast meðferðar, allt að 4 sinnum á dag.
Notkunarleiðbeiningar
Þvoið hendur áður en stakskammtaílátið er opnað.
Gangið úr skugga um að hlaup sé efst í stakskammtaílátinu. Til að opna stakskammtaílátið er lokinu snúið af.
- Hallið höfðinu aftur og horfið upp í loft.
- Togið varlega niður neðra augnlok augans sem þarfnast meðferðar þar til myndast lítill poki.
- Snúið stakskammtaílátinu á hvolf. Kreistið þar til 1 dropi losnar í pokann.
- Sleppið neðra augnlokinu og blikkið augunum nokkrum sinnum.
- Endurtakið skref 1-4 fyrir hitt augað ef það þarfnast einnig meðferðar.
Einn stakskammtur nægir til að meðhöndla bæði augun, ef þess þarf.
Látið stakskammtaílátið ekki koma í snertingu við augað, umlykjandi svæði þess eða nokkuð annað til að koma í veg fyrir smit.
Fleygið stakskammtaílátinu eftir notkun. Geymið það ekki til notkunar síðar.
Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um
Of stór skammtur af Oftagel veldur ekki heilsutjóni.
Ef gleymist að nota Oftagel
Ef þú gleymir að nota Oftagel, haltu áfram með næsta skammt eins og venjulega.
Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsin.
Fyrirvari
Hugsanlegar aukaverkanir má finna í fylgiseðli lyfsins.
Fylgiseðillinn kann að hafa verið uppfærður eftir að upplýsingarnar að ofan voru teknar saman. Í þeim tilfellum sem upplýsingarnar stangast á skal fara eftir því sem fram kemur í fylgiseðli.