Panodil Junior

Virk innihaldsefni:

Íkomuleið:

Til notkunar í endaþarm

Flokkur:

Lyf fyrir menn

ATC-flokkur:

N02BE01 - Paracetamolum

Markaðsleyfishafi:

Haleon Denmark ApS

Umboðsmaður:

Artasan ehf.

Heildsala:

Distica hf.

Heimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu sbr. pakkningar merktar L. Mest 30 stk. stílar 125 mg handa einstaklingi.

Upplýsingar um Panodil Junior og við hverju það er notað

Panodil Junior er verkjastillandi og hitalækkandi lyf.

Nota má Panodil Junior við vægum verkjum, til dæmis við höfuðverk, tannverk, vöðva- og liðverkjum og til lækkunar sótthita t.d. við kvef og inflúensu.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 3 daga.

Áður en byrjað er að nota Panodil Junior

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í fylgiseðlinum. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Panodil Junior inniheldur parasetamól.

Ekki má nota Panodil Junior

 • ef um er að ræða ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
 • ef um er að ræða mikið skerta lifrarstarfsemi

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Panodil Junior er notað ef

 • barnið er með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
 • næringarástand barnsins er slæmt, t.d. ef það er of létt, vegna vannæringar. Þú skalt jafnvel ekki gefa Panodil Junior eða hugsanlega nota minni skammt þar sem annars gæti það skaðað lifrina
 • barnið ert með alvarlega sýkingu

Ef barnið er með alvarlega sýkingu, næringarástand þess er slæmt eða það er alltof létt getur það aukið hættuna á efnaskiptablóðsýringu. Einkenni efnaskiptablóðsýringar eru meðal annars:

 • djúpur, hraður og erfiður andardráttur
 • ógleði og uppköst
 • lystarleysi

Hafðu tafarlaust samband við lækninn ef vart verður við einhver þessara einkenna samtímis.

Vakin er athygli á eftirfarandi

 • Ekki gefa fleiri Panodil Junior endaþarmsstíla en ráðlagt er þar sem það getur leitt til alvarlegra lifrarskemmda
 • Ef notaður er stærri skammtur en er ráðlagður getur komið fram lífshættuleg eitrun. Ef grunur er um ofskömmtun skal strax leitað til læknis
 • Ef annað lyf sem einnig inniheldur parasetamól er notað samtímis er hætta á ofskömmtun
 • Ef barnið er með háan hita, einkenni annarrar sýkingar eða ef einkennin vara lengur en í 3 sólarhringa skaltu hafa samband við lækni
 • Ef önnur verkjastillandi lyf eru notuð samtímis í langan tíma getur það leitt til nýrnaskaða og hættu á nýrnabilun
 • Ef þú gefur barni Panodil Junior í langan tíma við höfuðverk getur höfuðverkurinn orðið verri og tíðari. Hafðu samband við lækninn ef vart verður við höfuðverkjaköst oftar eða daglega

Notkun annarra lyfja samhliða Panodil Junior

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Hafðu samband við lækninn ef barnið notar:

 • lyf við flogaveiki (t.d. phenytóín og carbamazepín)
 • lyf við þvagsýrugigt (próbenecíð). Nauðsynlegt getur verið að breyta skammti
 • blóðþynnandi lyf (t.d. warfarín). Blæðingarhætta getur aukist ef Panodil er tekið reglulega í lengri tíma

Ef barnið notar lyf við hækkaðri blóðfitu (kólestýramín) skaltu gefa Panodil að minnsta kosti 1 klst. fyrir eða 4-6 klst. eftir að það lyf er notað. Ráðlagt er að ræða þetta við lækninn.

Notkun Panodil Junior með mat eða drykk

Nota má Panodil með mat en það er ekki nauðsynlegt.

Hvernig nota á Panodil Junior

Notið lyfið alltaf eins og lýst er í fylgiseðlinum eða eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Aldrei skal nota meira af Panodil Junior en tiltekið er í skammtaleiðbeiningunum. Þú skalt nota lægsta mögulega skammt sem þörf er á í eins skamman tíma og mögulegt er. Ekki má nota meira en hámarksskammt á sólarhring.

Stílana á að setja í endaþarminn með flata endann á undan. Ekki má skipta stílunum.

Ráðlagður skammtur

 • Börn 2 ára og eldri: Skammtur fer eftir líkamsþyngd barnsins.
  Börn mega fá 50 mg/kg/sólarhring, skipt í 3-4 skammta.

  10 - 14 kg: 125 mg (1 stíll) mest 4 sinnum á sólarhring
  15 - 19 kg: 250 mg (tveir 125 mg stílar) mest 3 sinnum á sólahring
  20 - 29 kg: 250 mg (tveir 125 mg stílar) mest 4 sinnum á sólarhring
  30 - 39 kg: Nota verður annað lyfjaform en 125 mg stíla
  40 kg og þyngri: Nota verður annað lyfjaform en 125 mg stíla

  Það skulu að minnsta kosti líða 6 klst á milli skammta.
  Hámarksmeðferðartími án þess að leita ráða hjá lækni er 3 sólarhringar.
 • Börn yngri en 2 ára: Ekki má nota Panodil Junior handa börnum undir 2 ára aldri nema að læknisráði.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543-2222). Hafið umbúðirnar meðferðis.

Stærri skammtur af Panodil en ráðlagður er er hættulegur og getur valdið langvarandi skaða. Hann getur eyðilagt lifrina og í sumum tilvikum einnig nýrun, briskirtilinn og beinmerg. Einkennin koma vanalega ekki fram strax heldur fyrst eftir 1-2 daga (og getur stundum seinkað í allt að 4 til 6 daga). Þó að þú finnir ekki fyrir einkennum getur verið hætta á alvarlegum lifrarskaða og það er mjög mikilvægt að þú leitir til læknis eins fljótt og mögulegt er ef grunur er um ofskömmtun (helst innan 10 klst. frá notkun).

Einkenni ofskömmtunar geta verið fölvi, ógleði, uppköst, lystarleysi, eymsli/verkir í maga, slappleiki, gula og mislitun þvags og hægða. Seinna getur húð og augu orðið gulleit. Í versta falli getur þú misst meðvitund og dáið af lifrarbilun.

Ef gleymist að nota Panodil Junior

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota. Halda á áfram að nota venjulega skammta.

Fyrirvari

Hugsanlegar aukaverkanir má finna í fylgiseðli lyfsins.

Fylgiseðillinn kann að hafa verið uppfærður eftir að upplýsingarnar að ofan voru teknar saman. Í þeim tilfellum sem upplýsingarnar stangast á skal fara eftir því sem fram kemur í fylgiseðli.

Pakkningar og verð