Paracet

Endaþarmsstíll | 60 mg

Virk innihaldsefni:

Íkomuleið:

Til notkunar í endaþarm

Flokkur:

Lyf fyrir menn

ATC-flokkur:

N02BE01 - Paracetamolum

Markaðsleyfishafi:

Karo Pharma AS

Umboðsmaður:

Alvogen ehf.

Heildsala:

Parlogis ehf.

Heimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu sbr. pakkningar merktar L. Mest 30 stk. handa einstaklingi.

Upplýsingar um Paracet og við hverju það er notað

Paracet er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Paracet inniheldur virka efnið parasetamól sem hefur verkjastillandi áhrif, sennilega vegna þess að það vinnur gegn myndun efna (prostaglandína) sem orsaka verki. Auk þess getur parasetamól tengst sumum sterkum vefjaertandi efnum og gert þau óskaðleg. Hitalækkandi áhrifin koma fram vegna áhrifa á hitastillandi stöðvar í heilanum.

Paracet er notað fyrir

börn þyngri en 3 kg (0 mánaða):
Skammtímameðferð við

  • hita, t.d. vegna kvefs eða inflúensu
  • vægum til miðlungsalvarlegum verkjum

Hafa skal samband við lækni ef um háan hita er að ræða.

Áður en byrjað er að nota Paracet

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Paracet er notað

  • ef barnið er með eða hefur verið með lifrar- eða nýrnavandamál.
  • ef næringarástand þitt er skert. Ekki skal nota hæstu ráðlögðu skammta af Paracet í langan tíma, þar sem það getur aukið hættuna á áhrifum á lifur.
  • við hita hjá börnum. Meðferðin skal vera skammvinn.
  • við hita og verkjum af óþekktri orsök.

Við langtímameðferð (>3 mánuði) þegar Paracet er notað annan hvern dag eða oftar, getur höfuðverkur komið fram eða hann versnað, sem skal ekki meðhöndla með skammtahækkun. Ef talið er að höfuðverkur stafi af Paracet skal hafa samband við lækni.

Fylgið skammtaleiðbeiningum í þessum fylgiseðli eða fyrirmælum læknis. Of stór skammtur af Paracet getur valdið alvarlegum lifrarskemmdum.

Langtímanotkun getur valdið nýrnaskemmdum

Ekki má nota Paracet

  • ef um er að ræða ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins.
  • ef þú ert með lifrarbólgu.

Notkun annarra lyfja samhliða Paracet

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils.

Við langvarandi notkun hárra skammta af Paracet geta áhrif einstakra blóðþynningarlyfja (lyfja gegn blóðtappa svo sem warfaríns) aukist og þar með aukið hættu á blæðingum. Ræddu við lækninn um skömmtun Paracet ef þú notar einnig blóðþynningarlyf.

Paracet má ekki nota á sama tíma og önnur verkjalyf sem einnig innihalda virka efnið parasetamól.

Verkun parasetamóls getur einnig haft áhrif á eða orðið fyrir áhrifum af flogaveikilyfjum.

Hvernig nota á Paracet

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 2 daga.

Paracet má ekki nota samfellt lengur en í 48 tíma fyrir börn nema það sé ráðlagt af lækni.
Notið ekki stærri skammta en ráðlagt er þar sem það getur valdið alvarlegum lifrarskemmdum.

Hjá börnum er almennt mælt með að reikna skammta út frá líkamsþyngd: 10-15 mg/kg líkamsþyngdar.
Venjulegur ráðlagður sólarhringsskammtur er 30 til 45 mg/kg líkamsþyngdar og hámarksskammtur á sólarhring er 60-75 mg/kg líkamsþyngdar. Skammtinn má gefa 3 sinnum á sólarhring og það eiga að líða a.m.k. 4-5 klst. á milli skammta.

Ráðlagður skammtur

  • Börn 3 - 6 kg (0 - 4 mánaða): Einn 60 mg endaþarmsstíll 3 sinnum á sólarhring
    Endaþarmsstílum skal stinga í endaþarm.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Við ofskömmtun Paracet geta komið fram lifrarskemmdir. Skammtar hærri en 10-12 g af parasetamóli hjá fullorðnum valda verulegri hættu á alvarlegum lifrarskemmdum, sem geta verið banvænar.
Einkenni ofskömmtunar geta byrjað að koma fram eftir að liðið hefur einn og hálfur sólarhringur eða meira. Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal því ekki bíða, heldur hafa strax samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222) þannig að hægt sé að gefa mótefni. Hafið samband við lækni eða lyfjafræðing varðandi aðrar upplýsingar um lyfið.

Ef gleymist að nota Paracet

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota. Nota skal næsta skammt á venjulegum tíma.

Ef hætt er að nota Paracet

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

Fyrirvari

Hugsanlegar aukaverkanir má finna í fylgiseðli lyfsins.

Fylgiseðillinn kann að hafa verið uppfærður eftir að upplýsingarnar að ofan voru teknar saman. Í þeim tilfellum sem upplýsingarnar stangast á skal fara eftir því sem fram kemur í fylgiseðli.

Pakkningar og verð